Erlent

Segjast hafa komið í veg fyrir hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Höfuðstöðvar leyniþjónustu Rússlands.
Höfuðstöðvar leyniþjónustu Rússlands. Vísir/EPA
Leyniþjónusta Rússlands, FSB, segist hafa komið í veg fyrir hryðjuverk í sunnanverðu Rússlandi. Þeir hafa nú handsamaða mann sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp lestarstöð og ganga til liðs við Íslamska ríkið.

Nánar tiltekið var maðurinn aðstoðarlestarstjóri í Krasnodar héraði í Rússlandi og var hann handsamaður í síðustu viku. Hann er sagður hafa haldið utan um samfélagsmiðla sem ýttu undir hryðjuverk.

Þetta er önnur handtakan í Rússlandi á tveimur vikum sem sögð er tengjast hryðjuverkum. Í síðustu viku voru nokkrir menn handteknir í Moskvu en þeir eru sagðir hafa skipulagt hryðjuverkaárás gegn lestarkerfi borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×