Erlent

Auglýsing KFC í Suður-Afríku veldur usla

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr auglýsingunni.
Úr auglýsingunni.
Móðir brimbrettakappans Mick Fanning er brjáluð yfir auglýsingu frá KFC. Auglýsingin gerir grín að því þegar Fanning komst í návígi við Hvítháf í beinni útsendingu í júlí. Elizabeth Osborne segir fyrirtækið sýna Fanning, og öllum þeim sem hafi lent í hákarlaárás, vanvirðingu.

Fanning var í keppni við strendur Suður-Afríku og var að bíða eftir góðri öldu í úrslitum keppninnar þegar hákarlinn réðst á hann. Fyrir einskæra heppni tókst Fanning þó að komast undan hákarlinum á sundi, þangað til björgunarmenn á sjósleðum komu honum til bjargar.

Atvikið átti sér stað í beinni útsendingu.

Í auglýsingunni er leikari sem líkist Fanning í sömu aðstöðu en hann lyftir hákarlinum upp fyrir höfuð sér á meðan hann brýtur öldurnar á fleygiferð.

Elizabeth bendir í samtali við Sydney Morning Herald, á að fjöldi fólks hafi látið lífið í árásum hákarla. Lögmenn World Surf League, ætla að reyna að ná auglýsingunni úr sýningu, en þeir segja hana brjóta gegn reglum deildarinnar.

Auglýsingin var upprunalega eingöngu birt í Suður-Afríku en hefur nú vakið heimsathygli.

Auglýsingin frá KFC Hákarlaárásin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×