Erlent

Tveir látnir eftir árás á strætisvagnastöð

Vísir/AFP
Ísraelskur lögreglumaður féll þegar  maður, sem talinn er hafa verið Palestínuarabi, skaut af byssu og réðist að fólki með hníf á lofti á strætisvagnastöð í ísraelska bænum Beersheba í nótt. Sex slösuðust í árásinni en ódæðismaðurinn var felldur af lögreglu.

Þá særðist Eritríumaður sem staddur var á stöðinni þegar öryggisverður héldu að hann væri árásarmaðurinn og skutu hann nokkrum skotum. Árásum sem þessum hefur fjölgað undanfarið þrátt fyrir að öryggisgæsla í landinu hafi verið hert til muna. Á meðal þess sem gripið hefur verið til er að setja upp vegg í austur Jerúsalem sem skilur á milli hverfa Palestínumanna og Gyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×