Erlent

Fimm handteknir vegna nauðgana á stúlkubörnum í Delí

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margir íbúa Delí hafa mótmælt aðgerðaleysi lögreglu. Fjölmargar nauðganir eru tilkynntar til lögreglu á hverju ári.
Margir íbúa Delí hafa mótmælt aðgerðaleysi lögreglu. Fjölmargar nauðganir eru tilkynntar til lögreglu á hverju ári. Vísir/Getty
Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við nauðganir á stúlkubörnum í Nýju-Delí á Indlandi. Tveir menn voru handteknir vegna nauðgunar á tveggja og hálfs árs gamalli stúlku og þrír fyrir hópnauðgun á fimm ára stúlku.

Tveir 17 ára drengir voru handteknir fyrir nauðgunina á yngri stelpunni. Lögreglan yfirheyrði íbúa á svæðinu þar sem nauðgunin átti sér stað og beindust sjónir fljótt að drengjunum tveimur. Stúlkunni var rænt af heimili sínu af tveimur mönnum en var skilað aftur í gær með áverka og blæðandi sár á líkama sínum.

Þrír menn hafa jafnframt verið handteknir í tengslum við rannsókn á hópnauðgun á fimm ára gamalli stúlku í Delí. Lögreglan segir að hún hafi verið lokkuð í hús nágranna síns áður en henni var nauðgað. Stúlkurnar eru báðar á batavegi.

Nýja-Delí hefur verið uppnefnd „nauðganahöfuðborg Indlands“ en þetta eru ekki fyrstu fregnirnar af hrottafengnum nauðgunum sem berast þaðan. Árið 2014 voru rúmlega 2000 nauðganir tilkynntar til lögregluyfirvalda.


Tengdar fréttir

Fengu dauðadóm á Indlandi

Mennirnir fjórir, sem fyrr í vikunni voru sakfelldir fyrir hrottalega hópnauðgun í Nýju-Delhi, hafa verið dæmdir til dauða.

Stúlka kærir fimm fyrir hópnauðgun

Hópnauðgun er meðal þriggja kynferðisbrota sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Eskifirði. Að jafnaði eru þar rannsökuð níu kynferðisbrotamál á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×