Handbolti

Evrópumeistararnir gerðu dramatískt jafntefli við Kielce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur var með tvö mörk í dag.
Guðjón Valur var með tvö mörk í dag. vísir/getty
Jesper Nöddesbo tryggði Barcelona stig gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 30-30 í þann mund sem leiktíminn rann út.

Barcelona er með sjö stig í 2. sæti B-riðils, einu stigi á eftir toppliði Vardar Skopje.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í dag en Kiril Lazarov var markahæstur í liði Evrópumeistaranna með sjö mörk.

Í sama riðli vann Rhein-Neckar Löwen fimm marka sigur, 30-25, á ungverska liðinu Pick Szeged. Ljónin eru með með sjö stig í 3. sæti, jafnmörg og Barcelona sem er í sætinu fyrir ofan.

Andy Schmid var markahæstur í liði Löwen með sjö mörk en Uwe Gensheimer og Harald Reinkind komu næstir með sex mörk hvor.

Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað hjá Löwen og þá lék Alexander Petersson ekki með liðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×