Erlent

Kallar eftir viðræðum vegna ofbeldis

Samúel Karl Ólason skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á blaðamannafundi í dag.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur kallað eftir fundi með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu. Netanyahu vill nota viðræðurnar til að stöðva aukið ofbeldi á svæðinu. Tugir íbúa Ísrael hafa særst og sjö hafa látið lífið í nærri því daglegum hnífa- og skotárásum síðustu tvær vikur.

Minnst 30 Palestínumenn eru einnig látnir og þar af eru margir árásarmenn. Mikil spenna er nú á svæðinu.

Á blaðamannafundi í dag sagði Netanyahu að þrátt fyrir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Abbas, væri Abbas ekki tilbúinn til að ræða við sig.

Palestínumenn sagt að þeir séu ekki tilbúnir til viðræðna fyrr en Ísraelar hætti byggingu nýrra byggða á Vesturbakkanum og í austur Jerúsalem. Ísraelar hafa byggt meira en hundrað slíkar byggðir frá 1967.

Abbas sagði í gær að Ísraelsmenn beittu Palestínumenn of miklu valdi. Hann sagði að Ísrael væri að „taka börn þeirra af lífi“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×