Erlent

Borgarstjóri Lundúna negldi niður 10 ára dreng í rúbbíleik

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strákurinn og borgarstjórinn liggja eftir samskipti sín á vellinum.
Strákurinn og borgarstjórinn liggja eftir samskipti sín á vellinum. vísir/afp
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, lét til sín taka á rúbbívellinum í Tókýó í dag en hann er í opinberri heimsókn í Japan.

Johnson tók þátt í rúbbíleik milli fullorðinna og barna sem fram fór úti á götu í Tókýó. Það vildi þó ekki betur til en svo að borgarstjórinn negldi niður 10 ára gamlan strák sem var í liði andstæðinganna sem lá kylliflatur á vellinum eftir samskipti sín við Johnson.

Borgarstjórinn féll líka við og eftir að hann og strákurinn risu á fætur athugaði Johnson hvernig drengurinn hefði það og bað hann afsökunar. Drengnum virtist vera nokkuð brugðið en honum varð þó ekki meint af sem betur fer.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá umrætt atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×