Erlent

Grænt ljós á risa kolanámu í Ástralíu

Umhverfisverndarsamtök óttast að náman hafi alvarlegar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla undan ströndum Queensland.
Umhverfisverndarsamtök óttast að náman hafi alvarlegar afleiðingar fyrir Kóralrifið mikla undan ströndum Queensland. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Ástralíu hafa á nýjan leik gefið grænt ljós á stærstu kolanámu landsins sem taka á í notkun í Queensland á næstu árum. Aðeins eru tveir mánuðir liðnir frá því alríkisdómstóll í landinu komst að þeirri niðurstöðu að leyfið skyldi afturkallað á þeim forsendum að náman gæti skaðað viðkvæmt dýralíf á svæðinu.

Umhverfisráðherra landsins segist nú hafa farið yfir málið að nýju og að niðurstaðan sé sú sama, að því gefnu að námufélagið fylgi ströngum umhverfisverndarkröfum. Umhverfissamtök hafa barist hatrammlega gegn risanámunni, sérstaklega á þeim forsendum að Kóralrifið mikla, undan ströndum Queenslands sé í mikilli hættu samfara aukinni skipaumferð í tengslum við námugröftinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×