Erlent

Vopnahlé í Myanmar

Vísir/AFP
Ríkisstjórnin í Myanmar hefur skrifað undir vopnahléssamninga við átta samtök vopnaðra aðskilnaðarsinna. Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í höfuðborg landsins í gær og eru þeir afrakstur tveggja ára friðarviðræðna.

Gagnrýnendur benda þó á að helstu uppreisnarhópar landsins hafi ekki viljað vera með í samningunum en alls tóku fulltrúar fimmtán mismunandi samtaka þátt í viðræðunum. Stjórnvöld í Myanmar, sem áður kallaðist Búrma, hafa barist við uppreisnarhópa og aðskilnaðarsinna víðsvegar um landið allar götur síðan landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1948.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×