Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2015 16:45 Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Daníel Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“ Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“
Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50