Erlent

Gögn hurfu og reynt að eiga við lík flugmanns MH17

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vélin var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu.
Vélin var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Vísir/AFP
Búið var að reyna að fjarlægja málmbrot úr líkama flugmanns malasísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu á síðasta ári, þegar rannsakendur fundu það.

Þetta sagði formaður hollensku rannsóknarnefndarinnar, sem fjallað um málið, við fréttamenn að lokinni kynningu á skýrslu nefndarinnar í gær. Þrátt fyrir tilraunir einhverra til að fjarlægja málmbrotin fundust hundruð slík brot í líka flugmannsins.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu rússnesku flugskeyti hefði verið skotið að vélinni og það sprengt í námunda við flugstjórnarklefa vélarinnar. Telur nefndin að flugmennirnir hafi dáið samstundis.

Í skýrslunni kemur einnig fram að brak úr vélinni, farangur og stjórntæki úr flugstjórnarklefanum, sem rannsakendur náðu á mynd við fyrstu komu á vettvang, hafi verið horfin þegar þeir komu svo til að fjarlægja brakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×