Erlent

Sló í brýnu á milli lögreglu og mótmælenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. Vísir/AFP
Um 200 mótmælendur komu saman í Pristina, höfuðborg Kósovó í dag. Mótmælendur köstuðu bensínsprengjum og grjóti að lögreglu vegna handtöku stjórnarandstöðuþingmannsins Albin Kurti. Hann var handtekinn fyrir að hafa opnað fyrir táragashylki í þingsal landsins fyrir helgi.

Lögreglan skaut táragasi að mótmælendunum og reyndi að tvístra þeim.

Kurti beitti táragasinu til að mótmæla samkomulagi ríkisstjórnar Kósovó við Serbíu. Samkomulagið snýr að því að veita héruðum landsins, þar sem Serbar eru í meirihluta, meiri sjálfsstjórn. Evrópusambandið kom að mótun samkomulagsins.

Stjórnarandstaðan segir hins vegar að samkomulagið muni auka deilurnar á milli þjóðarbrota í Kósovó og veita Serbíu meiri völd í landinu. Auk þess að nota táragas, blésu þingmenn stjórnarandstöðunnar í flautur af miklum móði. Myndband frá þingfundinum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×