Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 14:25 Að sögn Sverris hafa karfauskar með sinn menningarfasisma náð tangarhaldi á félaginu, og það lýst Gunnari Smára ekki á. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015 Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015
Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30