Erlent

Jafnaðarmenn halda meirihluta sínum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Michael Häupl, borgarstjóri í Vín.
Michael Häupl, borgarstjóri í Vín. vísir/epa
Jafnaðarmönnum Sósíaldemókrata í Austurríki tókst að halda meirihluta sínum í borgarstjórnarkosningunum þar í landi í gær. Fylgi þeirra minnkaði þó eilítíð og fór úr fjörutíu og þremur prósentum í þrjátíu og níu prósent.

Frelsisflokkurinn, flokkur austurrískra þjóðernissinna, fékk þrjátíu og eitt prósent atkvæða og bætti þar með við sig fimm prósentustigum.

Þá fengu Græningjar um tólf prósent atkvæða og bendir því allt til þess að þeir myndi áfram meirihluta með Sósíaldemókrötum, sem hafa verið við völd í borginni undanfarin sjötíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×