Erlent

Sannir Finnar í frjálsu falli

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Timo Soini, formaður Sannra Finna og utanríkisráðherra.
Timo Soini, formaður Sannra Finna og utanríkisráðherra. Nordicphotos/AFP
Ný skoðanakönnun fyrir finnsku fréttaveituna Yle sýnir fram á að Sannir Finnar hafi tapað umtalsverðu fylgi frá kosningum.

Sannir Finnar voru næststærsti flokkur Finnlands en eru nú í fimmta sæti með um tíu prósenta fylgi en voru með 19 prósent eftir kosningar.

Enn sem áður er Miðflokkurinn stærstur með 21,7 prósenta fylgi og jafnaðarmenn taka stökk upp á við og eru næststærstir með 18,3 prósent.

Fylgistap Sannra Finna er sagt mega rekja til óánægju flokksmanna með að forysta flokksins skuli sýna linkind í innflytjendamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×