Handbolti

Íslendingarnir komust ekki á blað í dag | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Róbert ræðir hér við Narcisse.
Róbert ræðir hér við Narcisse. Vísir/getty
Róbert Gunnarsson kom ekki við sögu í öruggum 11 marka sigri Paris Saint-Germain á PPD Zagreb í Meistaradeild Evrópu en franska liðið var með mikla yfirburði allt frá upphafsflauti leiksins.

PSG tók tíu stiga forskot inn í hálfleik og þrátt fyrir ágætis tilraunir Króatana náðu þeir aldrei að ógna forskoti PSG af alvöru í seinni hálfleik.

Mikkel Hansen var atkvæðamestur í liði PSG með tíu mörk en Nikola Karabatic bætti við sjö mörkum. Í markinu varði Thierry Omayer tólf skot.

Þá komst Aron Pálmarsson ekki á blað í átta marka sigri Veszprem á heimavelli í dag, 33-25, en ungverska félagið var átta mörkum yfir í hálfleik.

Með sigrinum skaust Vezsprem upp í efsta sæti A-riðilsins á ný með sjö stig að tveimur leikjum loknum en eftir jafntefli gegn Wisla Plock í fyrstu umferð hefur Veszprem unnið þrjá leiki í röð.

Úrslit dagsins:

Veszprem 33-25 Besiktas

Skjern 20-19 Met. Skopje

Elverum 28-28 Minaur Baia Mare

Kolding 22-27 Szeged

Flensburg 30-20 Celje

Paris Saint-Germain 34-23 PPD Zagreb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×