Erlent

Fundu sprengju úr seinni heimstyrjöldinni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Rýma þurfti götu í suðausturhluta Lundúna síðdegis í dag eftir að tilkynnt var um óvenjulegan hlut sem líktist sprengju. Bresk lögregluyfirvöld telja að um óvirka sprengju úr síðari heimstyrjöldinni sé að ræða.

Byggingarverkamenn fundu sprengjuna niðurgrafna í steypu við St.Asaph Road í dag. Sprengjusérfræðingar voru kallaðir til og var tekin ákvörðun um að rýma götuna og loka henni á meðan sérfræðingarnir voru að störfum. Lokunin varði þó einungis í tæpa klukkustund. Lögregla segir sprengjuna hættulausa.

Þessi mynd náðist af sprengjunni, rétt áður en götuinni var lokað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×