Erlent

Tala látinna í Ankara hækkar - Kúrdar lýsa yfir vopnahléi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengjunar sprungu á fjölmennri friðarsamkomu.
Sprengjunar sprungu á fjölmennri friðarsamkomu. Vísir/AFP
Nú er talið að minnsta kosti 86 hafi látist í sprengingunum sem áttu sér stað í morgun í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Skömmu eftir sprengingarnar lýstu Kúrdar yfir vopnahléi gegn Tyrkjum sem standa á þar til að kosningar verða haldnar í Tyrklandi.

Í fyrstu var talið að um 30 manns hafi látist en tala látinna hefur nú hækkað. Talið er að allt að 186 hafi særst í sprengingnum. Tvær spengjur sprungu á friðarsamkomu sem skipulögð var af samtökum sem tengjast vinstri sinnuðum stjórnmálahreyfingum.

Skömmu eftir sprengingarnar lýstu Kúrdar lyfir vopnahléi við Tyrkland þangað til að kosningar verða haldnar í Tyrklandi þann 1. nóvember næstomandi en miklar skærur hafa átt sér stað á milli tyrkneska hersins og skæruliða Kúrda undanfarinn mánuð.

Heilbrigðisráðherra Tyrklands sagði að 62 hefðu látist á þeim stað sem sprengirnar áttu sér stað og 24 á leið á sjúkrahús. Tyrknes yfirvöld telja að sprengirnar séu hryðjuverk og er nú rannsakað hvort að um sjálfsmorðsprengjuárás hafi verið að ræða.

Varað er við myndum hér í albúminu fyrir neðan.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Kúrdar tala fyrir daufum eyrum

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×