Enski boltinn

Sjáið Rooney og hina United-mennina klikka í vítakeppninni í gær | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap á heimavelli á móti enska b-deildarliðinu Middlesbrough í sextán liða úrslitum keppninnar í gær.

Það var ekkert skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni lokaði varamarkvörður b-deildarliðsins marki sínu.

Leikmenn Manchester United náðu aðeins að nýta 1 af 4 vítaspyrnum sínum og Middlesbrough vann því vítakeppnina 3-1 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum.

Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á sínum vítaspyrnum og Andreas Pereira var sá eini sem nýtti sitt víti.

Það var Wayne Rooney sem klikkaði fyrstur en úrslitin réðust þegar Ashley Young náði ekki að nýta sína vítaspyrnu.

Spænski markvörðurinn Tomás Mejías var hetja sinna manna því hann varði víti frá bæði Wayne Rooney og Ashley Young í vítakeppninni (Michael Carrick skaut yfir) en Tomás Mejías er varamarkvörður Middlesbrough-liðsins og hefur bara spilað í deildabikarnum á þessu tímabili.

Þetta var í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum á móti liðum utan ensku úrvalsdeildarinnar þar sem neðri deildarlið slær Manchester United út úr enska deildbikarnum.

Hér fyrir ofan má sjá alla vítaspyrnukeppnina hjá Manchester United og Middlesbrough á Old Trafford í gær.


Tengdar fréttir

United úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á spyrnum sínum er Manchester United tapaði fyrir Middlesbrough.

Lið Mourinho hafa tapað 6 af 7 vítakeppnum sínum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×