Innlent

Skartgriparánið í Hafnarfirði: Þýfið enn ófundið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri flúði ræningjanna sem voru grímuklæddir og vopnaðir öxi. Starfsmanninn sakaði ekki, en var brugðið.
Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri flúði ræningjanna sem voru grímuklæddir og vopnaðir öxi. Starfsmanninn sakaði ekki, en var brugðið. vísir/vilhelm
Enn hefur ekki tekist að hafa uppi á mununum sem stolið var úr Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. Tveir eru grunaðir um ránið og hefur annar þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Samkvæmt upplýsingum á frá lögreglu hafa tvö ökutæki verið haldlögð, þó nokkurt magn af fíkniefnum og loftbyssa. Annar maðurinn hefur verið yfirheyrður en ekki fást upplýsingar um hvort hann játi sök eða ekki. Lögregla segir að um umfangsmikið og fjölþætt mál sé að ræða og að verið sé að vinna úr ymsum gögnum. Flest bendi til að um vel skipulagt rán hafi verið að ræða.

Mennirnir, sem voru grímuklæddir, ógnuðu starfsmanni Gullsmiðjunnar með bareflum, brutu upp hirslur og höfðu á brott með sér umtalsverð verðmæti. Þeir óku frá vettvangi á hvítum jepplingi sem svo var skilinn eftir við Grindavíkurafleggjara um þrjátíu mínútum eftir ránið. Annar þeirra var í kjölfarið handtekinn í Keflavík, en þá var hann vopnaður loftbyssu og skaut í átt að lögreglu. Hann var á föstudag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×