Handbolti

Frábær frammistaða Arons dugði ekki til að komast í lið vikunnar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson sækir að vörn PSG.
Aron Pálmarsson sækir að vörn PSG. vísir/epa
Þrátt fyrir að skora sjö mörk, gefa fjórar stoðsendingar og stýra sóknarleik Veszprém eins og herforingi í 29-27 tapi gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í handbolta um helgina er Aron Pálmarsson ekki í liði umferðarinnar.

Aron átti magnaða frammistöðu fyrir ungversku meistarana og verður ekki sakaður um tap sinna mann gegn firnasterku og vel mönnuðu liði PSG.

Sjá einnig:Aron sýndi að hann er einn sá besti | Sjáðu mörkin og stoðsendingarnar

Í hans stað er danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge í liði vikunnar, en hann skoraði níu mörk fyrir Flensburg á útivelli í 34-30 sigri gegn Wisla Plock frá Póllandi.

Lauge og Aron voru samherjar í Kiel á síðustu leiktíð og urðu Þýskalandsmeistarar saman, en líkt og Aron yfirgaf hann Alfreð Gíslason eftir tímabilið.

Hér að neðan má sjá lið umferðarinnar og helstu tilþrif frá hverjum og einum.

Best 7 - VELUX EHF Champions League Round 6

Which of these seven incredible Round 6 performances was the best? Vote for your favourite here: http://fans.vote/v/ACjwVa89CB0

Posted by EHF Champions League on Monday, October 26, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×