Erlent

Lögregluþjónn gekk í skrokk á nemanda

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjóninn kastaði stúlkunni þvert yfir kennslustofuna.
Lögregluþjóninn kastaði stúlkunni þvert yfir kennslustofuna.
Lögregluþjónn hefur verið settur í leyfi eftir að hafa handtekið unglingsstúlku í skóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Handtakan náðist á myndband og má sjá manninn kasta stúlkunni í gólfið af miklu afli. Samfélagsmiðlar loga vegna myndbandsins og er kallað eftir því að lögregluþjónninn verði rekinn úr starfi.

Samkvæmt CNN var lögregluþjónninn kallaður til eftir að stúlkan neitaði að yfirgefa kennslustofuna. Kennarinn hafði skipað henni að fara út þar sem hún á að hafa truflað kennslustundina.

Lögreglumaðurinn bað stúlkuna um að standa upp og þegar hún neitaði sagði hann: „Annað hvort kemur þú sjálfviljug með mér, eða ég mun neyða þig.“ Þá reyndi hann að ná henni upp úr sætinu, sem endaði með því að hún datt aftur fyrir sig.

Því næst henti maðurinn stúlkunni þvert yfir kennslustofuna.

Lögreglustjóri Richland, þar sem skólinn er, segir málið til rannsóknar.

Hér má atvikið frá tveimur sjónarhornum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×