Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 22:16 Vísir/Valli Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við bandaríska atvinnumannaliðið Portland Thorns en það staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Dagný skoraði tvö mörk fyrir Ísland sem vann Slóveníu í kvöld, 6-0, í undankeppni EM 2017 en hún sagði við Vísi í kvöld að hún hafi skrifað undir samninginn síðastliðinn miðvikudag. „Það voru fimm lið sem höfðu samband við mig og þetta var það síðasta sem hafði samband. Ég viss um leið að þetta var liðið sem ég vildi fara til. Þetta er lið sem maður hefði aldrei þorað að láta sig dreyma um að fara til,“ sagði Dagný við Vísi í kvöld.Sjá einnig: Stelpur í fótbolta þurfa að vera sætar í styttri buxum „Þarna eru fimmtán þúsund áhorfendur á hverjum leik og Portland er sagt vera „soccer city“ Bandaríkjanna. Þarna eru oft úrslitaleikirnir haldnir. Liðið er líka í góðu samstarfi við karlaliðið í borginni og því eitt sterkasta kvennalið Bandaríkjanna,“ segir Dagný en Portland varð meistari árið 2013.Dagný varð meistari með Bayern í Þýskalandi.Vísir/GettyBesti samningurinn minn Dagný var í raun valin í nýliðavali deildarinnar af Boston Breakers en Portland komst að samkomulagi við Boston um skipti sem þýddi að Dagnýju var heimilt að semja við félagið. „Þetta er besti samningur sem ég hef gert. Ég er virkilega ánægð og spennt fyrir komandi tímum,“ segir Dagný en hún segir að uppbyggingin í bandaríska atvinnumannadeildinni [National Women's Soccer League] er góð, eftir að forveri hennar [Women's Professional Soccer] varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum.Sjá einnig: Man alveg hvað hún heitir „Uppbyggingin hefur verið virkilega góð. Fyrsta tímabilið mitt verður fjórða tímabil deildarinnar. Þarna eru allir leikmenn landsliða Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó auk sterkra leikmanna víða að. Þetta verður sterkasta deild sem ég hef spilað í.“Dagný lék með Selfossi í sumar.Vísir/PjeturLíður afskaplega vel í Bandaríkjunum Dagný varð bandarískur háskólameistari með Florida State og gekk svo til liðs við Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari. Hún lék svo með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í sumar en heldur til Bandaríkjanna á nýju ári.Sjá einnig: Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum „Ég er mjög spennt fyrir því að flytja aftur til Bandaríkjanna. Þar líður mér afskaplega vel. Það verður líka gaman að kynnast því að búa á vesturströndinni eftir árin á Flórída.“ Ólíkt öðrum atvinnumannadeildum í heiminum er ekki endilega gert hlé á bandarísku deildinni á alþjóðlegum leikdögum. Dagný ætlar engu að síður að láta íslenska landsliðið vera í forgangi hjá sér.Dagný varð háskólameistari í Bandaríkjunum.Mynd/Florida StateLandsliðið hefur forgang „Ég talaði við þjálfarann strax í dag og hann mun leyfa mér að fara í landsleikina. Ég gæti misst af einum og einum leik [hjá Portland] en það vissu þeir þegar þeir sömdu við mig.“Sjá einnig: Dagný þýskur meistari með Bayern „Þeir vita að þeir eru að fá landsliðsmann. Ég ræddi við þjálfarann minn um mín markmið og hann ætlar að styðja mig í því að ég verði betri leikmaður.“ Þess má geta að Alex Morgan, stjarna bandaríska landsliðsins, hefur leikið með Portland síðustu árin en í dag var staðfest að hún muni leika með með hinu nýstofnaða Orlando Pride á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira