Dagný og félagar í FSU urðu háskólameistarar seint á síðasta ári og var Dagný einn þeirra leikmanna sem tilnefndur var sem besti leikmaðurinn í kvennaflokki. Hún var fyrsti leikmaður FSU til að vera tilnefndur síðan Mami Yamaguchi vann verðlaunin árið 2007.
Dagný átti frábært ár með liði sínu og var að lokum næst best í deildinni á eftir bandarísku landsliðskonunni Morgan Brian sem lék með háskólanum í Virginíu.
Þetta er annað árið í röð sem Brian vinnur verðlaunin og er hún fimmta konan sem afrekar það.
Dagny Brynjarsdottir just the second @FSU_Soccer player to be named finalist for @HermannTrophy & 1st since Mami Yamaguchi won award in 2007
— FSU Soccer (@FSU_Soccer) January 10, 2015