Erlent

Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar. Vísir/AFP
Fjölmiðlar í Belgíu segja að lögreglan hafi handtekinn mann sem gerði árás á herstöð þar í landi í morgun. Hann flúði af vettvangi eftir að hafa reynt að keyra í gegnum hlið við inngang herstöðvarinnar en þá skutu hermenn á hann. Hann er sagður hafa verið handtekinn á tólfta tímanum í morgun.

Bílinn sem hann var á fannst yfirgefinn í nokkurra kílómetra fjarlægð frá herstöðinni. Samkvæmt fréttum af vettvangi var talið að maðurinn hefði komið sprengju fyrir í bílnum en það hefur ekki verið staðfest.

Embættismenn í Belgíu sögðu skömmu eftir árásina að þeir vissu hver árásarmaðurinn væri.

Nærri herstöðinni er lögregluskóli sem hefur verið tæmdur vegna árásarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×