Erlent

Ráðist á herstöð í Belgíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að árásarmaðurinn hafi ætlað að sprengja bílinn í loft upp, en hann flúði af vettvangi.
Talið er að árásarmaðurinn hafi ætlað að sprengja bílinn í loft upp, en hann flúði af vettvangi. Vísir/AFP
Vopnaður maður reyndi að aka í gegnum hlið herstöðvar í Belgíu nú í morgun. Fallhífarhermenn skutu á bíl mannsins og flúði hann af vettvangi. Engan sakaði en talið er að maðurinn, sem var grímuklæddur, hafi ætlað að sprengja bílinn í loft upp.

Maðurinn komst ekki í gegnum vegatálma við inngang herstöðvarinnar og hermenn skutu á bílinn. Honum tókst að snúa bílnum við og flýja. Bíllinn fannst þó skammt frá. Samkvæmt BBC fannst sprengja í bílnum, en það hefur ekki verið staðfest.

Frá því að vopnaður maður skaut fjóra til bana á safni gyðinga í Brussel hefur viðbúnaður í Belgíu verið hærri en áður. Sé miðað við höfðatölu, er Belgía hátt á lista yfir upprunalönd erlendra vígamanna Íslamska ríkisins. Um 500 menn frá Belgíu hafa verið fengnir til að berjast í Írak og Sýrlandi.

Yfirvöld þar í landi hafa lengi haft áhyggjur af því að vígamennirnir snúi aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×