Erlent

Grínisti kosinn forseti Gvatemala

Samúel Karl Ólason skrifar
Jimmy Morales, verðandi forseti Gvatemala.
Jimmy Morales, verðandi forseti Gvatemala. Vísir/EPA
Jimmy Morales, fyrrverandi sjónvarpsmaður og grínisti, var kosinn forseti Gvatemala með yfirgnæfandi meirihluta í kosningum þar í landi í gær. Morales, sem er 46 ára gamall, hefur aldrei sinnt nokkru embætti en þrátt fyrir reynsluleysi sitt fékk hann 68 prósent atkvæða. Þar með sigraði hann stjórnmálakonuna Söndru Torres, sem einnig er eiginkona fyrrverandi forseta landsins.

Kjósendur virðast hafa fengið nóg af stjórnmálamannastétt Gvatemala. Þar hafði rannsókn Sameinuðu þjóðanna á stóru spillingarmáli mikil áhrif. Rannsókn leiddi til afsagnar Otto Perez, fyrrverandi forseta landsins, í síðasta mánuði.

Morales segir niðurstöðurnar sýna að fólk sé komið með nóg af spillingu. Hann hefði fengið skýr skilaboð um að berjast gegn þeirri spillingu sem sé að heltaka Gvatemala.

Meðal kosningaloforða Morales er að gera fjármál ríkisins gagnsæ, siga endurskoðendum á stofnanir og setja meira opinbert fé til dómsálastofnunar. Þar að auki vill hann setja GPS senda á kennara, svo þeir myndu sinna starfi sínu fyllilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×