Erlent

Fimm látnir efir að bátur sökk við strendur Kanada

Veður og sjólag voru með besta móti þegar slysið átti sér stað.
Veður og sjólag voru með besta móti þegar slysið átti sér stað.
Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að hvalaskoðunarbátur sökk undan ströndum Vancouver eyju í Kanada í nótt. Tuttugu og sjö voru um borð í bátnum og voru átján flutt á spítala af því haft er eftir talsmanni spítala á svæðinu í frétt BBC um málið.

Því virðist sem eins sé enn saknað og stendur leit enn yfir. Veður og sjólag voru með besta móti þegar slysið átti sér stað.

AP Fréttaveitan segir að upprunalega hafi fimm verið saknað, en nú er verið að leita að einum.

Björgunarmenn halda leitinni áfram, en að henni koma margar stofnanir og aðilar. Má þar nefna strandgæsluna, herinn, lögreglu og samkeppnisaðila hvalaskoðunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×