Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 23:46 Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Vísir/Epa Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa fundað stíft í Brussel til að finna lausn á flóttamannavandanum á Balkanskaganum. Leiðtogarnir sendu frá sér drög að ályktun þar sem kallað er eftir því að Evrópuríki hætti að hleypa flóttamönnum í gegnum landamæri sín án leyfis nágrannaríkja. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir MiroCerar, forsætisráðherra Slóveníu, hafa varað við því að Evrópusambandið muni liðast í sundur ef ekki verður tekið á þessum vanda. Kollegi hans í Serbíu, AleksandarVucic, sagði þó að ekki væru miklar líkur á einhverskonar samkomulagi af þessum fundi sem gæti leyst vandann. Tíu Evrópusambandsríki og þrjú ríki utan Evrópusambandsins taka þátt í þessum viðræðum en margir undrast fjarveru Tyrklands. Í drögunum að ályktuninni er kallað eftir jöfnuð og skipulögðu flæði flóttamanna í gegnum Evrópu. Þar er einnig lagt til að efla eftirlit með landamærum Grikklands og senda 400 landamæraverði til Slóveníu. Fréttastofa BBC segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sagt að flóttamannavandinn verði ekki leystur án aðkomu Tyrklands. Yfirvöld í Ungverjalandi og Króatíu lokuðu landamærum sínum í síðustu viku. Það varð þess valdandi að 58 þúsund flóttamenn komu til Slóveníu vikunni sem leið. Slóvenskir ráðamenn hafa sakað yfirvöld í Króatíu um að hafa rekið þúsund flóttamanna að landamærum Slóveníu. Króatar segjast ekki hafa annarrar kosta völ því Slóvenar tækju á móti mun færri flóttamönnum en aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-ClaudeJuncker, boðaði til fundarins í Brussel. Sagði Juncker að ef ekki næst samkomulag setji það líf margra flóttamanna í töluverða hættu. Óttast margir að yfirvöld í Þýskalandi og Austurríki loki landamærum sínum og hefur það leitt til hótana frá yfirvöldum í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu um að gera það. Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Flestir þeirra eru sagðir vilja komast til Þýskalands. Þjóðverjar segjast eiga von á 800 þúsund hælisleitendum á þessu ári. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa fundað stíft í Brussel til að finna lausn á flóttamannavandanum á Balkanskaganum. Leiðtogarnir sendu frá sér drög að ályktun þar sem kallað er eftir því að Evrópuríki hætti að hleypa flóttamönnum í gegnum landamæri sín án leyfis nágrannaríkja. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir MiroCerar, forsætisráðherra Slóveníu, hafa varað við því að Evrópusambandið muni liðast í sundur ef ekki verður tekið á þessum vanda. Kollegi hans í Serbíu, AleksandarVucic, sagði þó að ekki væru miklar líkur á einhverskonar samkomulagi af þessum fundi sem gæti leyst vandann. Tíu Evrópusambandsríki og þrjú ríki utan Evrópusambandsins taka þátt í þessum viðræðum en margir undrast fjarveru Tyrklands. Í drögunum að ályktuninni er kallað eftir jöfnuð og skipulögðu flæði flóttamanna í gegnum Evrópu. Þar er einnig lagt til að efla eftirlit með landamærum Grikklands og senda 400 landamæraverði til Slóveníu. Fréttastofa BBC segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sagt að flóttamannavandinn verði ekki leystur án aðkomu Tyrklands. Yfirvöld í Ungverjalandi og Króatíu lokuðu landamærum sínum í síðustu viku. Það varð þess valdandi að 58 þúsund flóttamenn komu til Slóveníu vikunni sem leið. Slóvenskir ráðamenn hafa sakað yfirvöld í Króatíu um að hafa rekið þúsund flóttamanna að landamærum Slóveníu. Króatar segjast ekki hafa annarrar kosta völ því Slóvenar tækju á móti mun færri flóttamönnum en aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-ClaudeJuncker, boðaði til fundarins í Brussel. Sagði Juncker að ef ekki næst samkomulag setji það líf margra flóttamanna í töluverða hættu. Óttast margir að yfirvöld í Þýskalandi og Austurríki loki landamærum sínum og hefur það leitt til hótana frá yfirvöldum í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu um að gera það. Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Flestir þeirra eru sagðir vilja komast til Þýskalands. Þjóðverjar segjast eiga von á 800 þúsund hælisleitendum á þessu ári.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira