Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 23:46 Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Vísir/Epa Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa fundað stíft í Brussel til að finna lausn á flóttamannavandanum á Balkanskaganum. Leiðtogarnir sendu frá sér drög að ályktun þar sem kallað er eftir því að Evrópuríki hætti að hleypa flóttamönnum í gegnum landamæri sín án leyfis nágrannaríkja. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir MiroCerar, forsætisráðherra Slóveníu, hafa varað við því að Evrópusambandið muni liðast í sundur ef ekki verður tekið á þessum vanda. Kollegi hans í Serbíu, AleksandarVucic, sagði þó að ekki væru miklar líkur á einhverskonar samkomulagi af þessum fundi sem gæti leyst vandann. Tíu Evrópusambandsríki og þrjú ríki utan Evrópusambandsins taka þátt í þessum viðræðum en margir undrast fjarveru Tyrklands. Í drögunum að ályktuninni er kallað eftir jöfnuð og skipulögðu flæði flóttamanna í gegnum Evrópu. Þar er einnig lagt til að efla eftirlit með landamærum Grikklands og senda 400 landamæraverði til Slóveníu. Fréttastofa BBC segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sagt að flóttamannavandinn verði ekki leystur án aðkomu Tyrklands. Yfirvöld í Ungverjalandi og Króatíu lokuðu landamærum sínum í síðustu viku. Það varð þess valdandi að 58 þúsund flóttamenn komu til Slóveníu vikunni sem leið. Slóvenskir ráðamenn hafa sakað yfirvöld í Króatíu um að hafa rekið þúsund flóttamanna að landamærum Slóveníu. Króatar segjast ekki hafa annarrar kosta völ því Slóvenar tækju á móti mun færri flóttamönnum en aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-ClaudeJuncker, boðaði til fundarins í Brussel. Sagði Juncker að ef ekki næst samkomulag setji það líf margra flóttamanna í töluverða hættu. Óttast margir að yfirvöld í Þýskalandi og Austurríki loki landamærum sínum og hefur það leitt til hótana frá yfirvöldum í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu um að gera það. Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Flestir þeirra eru sagðir vilja komast til Þýskalands. Þjóðverjar segjast eiga von á 800 þúsund hælisleitendum á þessu ári. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa fundað stíft í Brussel til að finna lausn á flóttamannavandanum á Balkanskaganum. Leiðtogarnir sendu frá sér drög að ályktun þar sem kallað er eftir því að Evrópuríki hætti að hleypa flóttamönnum í gegnum landamæri sín án leyfis nágrannaríkja. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir MiroCerar, forsætisráðherra Slóveníu, hafa varað við því að Evrópusambandið muni liðast í sundur ef ekki verður tekið á þessum vanda. Kollegi hans í Serbíu, AleksandarVucic, sagði þó að ekki væru miklar líkur á einhverskonar samkomulagi af þessum fundi sem gæti leyst vandann. Tíu Evrópusambandsríki og þrjú ríki utan Evrópusambandsins taka þátt í þessum viðræðum en margir undrast fjarveru Tyrklands. Í drögunum að ályktuninni er kallað eftir jöfnuð og skipulögðu flæði flóttamanna í gegnum Evrópu. Þar er einnig lagt til að efla eftirlit með landamærum Grikklands og senda 400 landamæraverði til Slóveníu. Fréttastofa BBC segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sagt að flóttamannavandinn verði ekki leystur án aðkomu Tyrklands. Yfirvöld í Ungverjalandi og Króatíu lokuðu landamærum sínum í síðustu viku. Það varð þess valdandi að 58 þúsund flóttamenn komu til Slóveníu vikunni sem leið. Slóvenskir ráðamenn hafa sakað yfirvöld í Króatíu um að hafa rekið þúsund flóttamanna að landamærum Slóveníu. Króatar segjast ekki hafa annarrar kosta völ því Slóvenar tækju á móti mun færri flóttamönnum en aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-ClaudeJuncker, boðaði til fundarins í Brussel. Sagði Juncker að ef ekki næst samkomulag setji það líf margra flóttamanna í töluverða hættu. Óttast margir að yfirvöld í Þýskalandi og Austurríki loki landamærum sínum og hefur það leitt til hótana frá yfirvöldum í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu um að gera það. Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Flestir þeirra eru sagðir vilja komast til Þýskalands. Þjóðverjar segjast eiga von á 800 þúsund hælisleitendum á þessu ári.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira