Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 23:46 Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Vísir/Epa Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa fundað stíft í Brussel til að finna lausn á flóttamannavandanum á Balkanskaganum. Leiðtogarnir sendu frá sér drög að ályktun þar sem kallað er eftir því að Evrópuríki hætti að hleypa flóttamönnum í gegnum landamæri sín án leyfis nágrannaríkja. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir MiroCerar, forsætisráðherra Slóveníu, hafa varað við því að Evrópusambandið muni liðast í sundur ef ekki verður tekið á þessum vanda. Kollegi hans í Serbíu, AleksandarVucic, sagði þó að ekki væru miklar líkur á einhverskonar samkomulagi af þessum fundi sem gæti leyst vandann. Tíu Evrópusambandsríki og þrjú ríki utan Evrópusambandsins taka þátt í þessum viðræðum en margir undrast fjarveru Tyrklands. Í drögunum að ályktuninni er kallað eftir jöfnuð og skipulögðu flæði flóttamanna í gegnum Evrópu. Þar er einnig lagt til að efla eftirlit með landamærum Grikklands og senda 400 landamæraverði til Slóveníu. Fréttastofa BBC segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sagt að flóttamannavandinn verði ekki leystur án aðkomu Tyrklands. Yfirvöld í Ungverjalandi og Króatíu lokuðu landamærum sínum í síðustu viku. Það varð þess valdandi að 58 þúsund flóttamenn komu til Slóveníu vikunni sem leið. Slóvenskir ráðamenn hafa sakað yfirvöld í Króatíu um að hafa rekið þúsund flóttamanna að landamærum Slóveníu. Króatar segjast ekki hafa annarrar kosta völ því Slóvenar tækju á móti mun færri flóttamönnum en aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-ClaudeJuncker, boðaði til fundarins í Brussel. Sagði Juncker að ef ekki næst samkomulag setji það líf margra flóttamanna í töluverða hættu. Óttast margir að yfirvöld í Þýskalandi og Austurríki loki landamærum sínum og hefur það leitt til hótana frá yfirvöldum í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu um að gera það. Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Flestir þeirra eru sagðir vilja komast til Þýskalands. Þjóðverjar segjast eiga von á 800 þúsund hælisleitendum á þessu ári. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa fundað stíft í Brussel til að finna lausn á flóttamannavandanum á Balkanskaganum. Leiðtogarnir sendu frá sér drög að ályktun þar sem kallað er eftir því að Evrópuríki hætti að hleypa flóttamönnum í gegnum landamæri sín án leyfis nágrannaríkja. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir MiroCerar, forsætisráðherra Slóveníu, hafa varað við því að Evrópusambandið muni liðast í sundur ef ekki verður tekið á þessum vanda. Kollegi hans í Serbíu, AleksandarVucic, sagði þó að ekki væru miklar líkur á einhverskonar samkomulagi af þessum fundi sem gæti leyst vandann. Tíu Evrópusambandsríki og þrjú ríki utan Evrópusambandsins taka þátt í þessum viðræðum en margir undrast fjarveru Tyrklands. Í drögunum að ályktuninni er kallað eftir jöfnuð og skipulögðu flæði flóttamanna í gegnum Evrópu. Þar er einnig lagt til að efla eftirlit með landamærum Grikklands og senda 400 landamæraverði til Slóveníu. Fréttastofa BBC segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hafa sagt að flóttamannavandinn verði ekki leystur án aðkomu Tyrklands. Yfirvöld í Ungverjalandi og Króatíu lokuðu landamærum sínum í síðustu viku. Það varð þess valdandi að 58 þúsund flóttamenn komu til Slóveníu vikunni sem leið. Slóvenskir ráðamenn hafa sakað yfirvöld í Króatíu um að hafa rekið þúsund flóttamanna að landamærum Slóveníu. Króatar segjast ekki hafa annarrar kosta völ því Slóvenar tækju á móti mun færri flóttamönnum en aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-ClaudeJuncker, boðaði til fundarins í Brussel. Sagði Juncker að ef ekki næst samkomulag setji það líf margra flóttamanna í töluverða hættu. Óttast margir að yfirvöld í Þýskalandi og Austurríki loki landamærum sínum og hefur það leitt til hótana frá yfirvöldum í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu um að gera það. Talið er að níu þúsund flóttamenn hafi komið til Grikklands á hverjum degi í síðustu viku. Flestir þeirra eru sagðir vilja komast til Þýskalands. Þjóðverjar segjast eiga von á 800 þúsund hælisleitendum á þessu ári.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira