„Neyðarbrautin“ yrði ekki virk Stefán Óli Jónsson skrifar 26. október 2015 07:00 Vélar Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/GVA ÞG verktakar hafa sent beiðni til Samgöngustofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sex hundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum. Fáist beiðnin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur-/suðvesturflugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „neyðarbrautin“, meðan á framkvæmdum stendur. Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, sagði í samtali við Vísi að fyrirtækinu hafi ekki borist endanlegt svar frá Samgöngustofu. Hann býst við því á allra næstu dögum enda sé gert ráð fyrir fyrstu skóflustungunni á svæðinu á morgun eða þriðjudag. Þorvaldur segir að lengi hafi verið ljóst að leggja verði niður flug um brautina meðan á þessum framkvæmdum stendur. „Það lá alltaf fyrir að þetta flug yrði lagt niður svo að byggð gæti risið á svæðinu,“ segir Þorvaldur. „Við skiptum okkur svo sem ekkert af því enda gera ÞG verktakar ekki neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi sem búið var að gefa út áður en við fórum af stað. Fyrir okkur er þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag og að byggja í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að einhvers konar afgreiðsla milli ríkis og borgar sé þeim óviðkomandi. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia sem sér um rekstur flugvalla landsins, segir í samtali við Vísi að fari kranar upp á þessu svæði muni það óneitanlega verða til þess að flugi verði beint á aðrar brautir - í þeim tilvikum þar sem það er mögulegt. „Þessi braut er náttúrulega bara notuð í ákveðinni vindátt, þegar það er of mikill hliðarvindur á hinar brautirnar. Ef ekki verður hægt að nýta brautina þá gætu flugvélar einfaldlega ekkert lent á vellinum í ákveðnum veðrum,“ segir Guðni. Þessu muni því fylgja þjónustuskerðing fyrir flugið í landinu. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
ÞG verktakar hafa sent beiðni til Samgöngustofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sex hundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum. Fáist beiðnin samþykkt verður ekki hægt að nota norðaustur-/suðvesturflugbrautina, sem oft hefur verið kölluð „neyðarbrautin“, meðan á framkvæmdum stendur. Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, sagði í samtali við Vísi að fyrirtækinu hafi ekki borist endanlegt svar frá Samgöngustofu. Hann býst við því á allra næstu dögum enda sé gert ráð fyrir fyrstu skóflustungunni á svæðinu á morgun eða þriðjudag. Þorvaldur segir að lengi hafi verið ljóst að leggja verði niður flug um brautina meðan á þessum framkvæmdum stendur. „Það lá alltaf fyrir að þetta flug yrði lagt niður svo að byggð gæti risið á svæðinu,“ segir Þorvaldur. „Við skiptum okkur svo sem ekkert af því enda gera ÞG verktakar ekki neitt annað en að koma inn á lóð sem er deiliskipulögð af Reykjavíkurborg og með útgefið byggingarleyfi sem búið var að gefa út áður en við fórum af stað. Fyrir okkur er þetta nákvæmlega sama fyrirkomulag og að byggja í Grafarholti eða í Bryggjuhverfinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að einhvers konar afgreiðsla milli ríkis og borgar sé þeim óviðkomandi. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia sem sér um rekstur flugvalla landsins, segir í samtali við Vísi að fari kranar upp á þessu svæði muni það óneitanlega verða til þess að flugi verði beint á aðrar brautir - í þeim tilvikum þar sem það er mögulegt. „Þessi braut er náttúrulega bara notuð í ákveðinni vindátt, þegar það er of mikill hliðarvindur á hinar brautirnar. Ef ekki verður hægt að nýta brautina þá gætu flugvélar einfaldlega ekkert lent á vellinum í ákveðnum veðrum,“ segir Guðni. Þessu muni því fylgja þjónustuskerðing fyrir flugið í landinu.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira