Erlent

Sautján létust í bruna á indónesískum karokíbar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hundruð voru inni á staðnum þegar eldurinn kom upp.
Hundruð voru inni á staðnum þegar eldurinn kom upp. Vísir/Getty Images
Sautján eru látnir í eldi sem braust út á þéttsetnum karokíbar á indónesísku eyjunni Sulawesi. 71 var færður á spítala með reykeitrun. Vitni segja að eldurinn hafi brotist út á annarri hæð skemmtistaðarins um eitt eftir miðnætti.

Hundruð voru þá inni á staðnum, samkvæmt því Guardian hefur eftir lögreglustjóranum á staðnum.

Það tók slökkvilið um klukkustund að koma á staðinn og það tók nokkra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á upptökum eldsins gefa til kynna að kviknað hafi í út frá rafmagnsleiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×