Erlent

Blair biðst afsökunar á mistökum í Íraksstríðinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Blair viðurkennir að stríðið hafi haft áhrif á framgang Íslamska ríkisins.
Blair viðurkennir að stríðið hafi haft áhrif á framgang Íslamska ríkisins. Vísir/AFP
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar á ákveðnum mistökum er varða Íraksstríðið. Það gerir hann í sjónvarpsviðtali sem CNN Europe sendir út síðar í dag. 

Í viðtalinu biðst hann afsökunar á því að ekki hafi verið staðið nógu vel að viðbrögðum við eftirmálum þess að steypa Saddam Hussein úr stóli og að fölsuð gögn hafi verið notuð til að réttlæta árásina.

„Ég biðst afsökunar á þeirri staðreynd að upplýsingarnar sem við fengum voru rangar,“ segir hann í viðtalinu, að því er Guardian greinir frá. „Ég biðst afsökunar á mistökum við undirbúning og, sérstaklega, mistökum okkar við að skilja hvað myndi gerast í kjölfar þess að steypa stjórninni.“

Þá viðurkennir Blair í viðtalinu að Íraksstríðið eigi þátt í uppgangi Íslamska ríkisins. „Auðvitað getur þú ekki sagt að við sem fjarlægðum Saddam árið 2003 berum enga ábyrgð á ástandinu árið 2015.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×