Handbolti

Barcelona í vandræðum með Kolding

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón skoraði eitt mark í leiknum.
Guðjón skoraði eitt mark í leiknum. vísir
Barcelona og Kolding mættust í Meistaradeild Evrópu í dag en leikurinn fór fram á Spáni. Heimamenn unnu nokkuð ósannfærandi sigur, 28-25.

Danirnir byrjuðu leikinn virkilega vel og stóðu heldur betur í stórliði Barcelona. Svo vel gekk gestunum að staðan var 13-11 fyrir Kolding í hálfleik. Lasse Andersson fór mikinn í sóknarleik þeirra dönsku og skoraði hvert markið á fætur öðru í fyrri hálfleiknum. Guðjón Valur komst ekki á blað í fyrri hálfleiknum.

Kolding byrjaði vel í þeim síðari og komst fljótlega í þriggja marka forystu 18-15. Þegar 13 mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn 20-20 og Barcelona að finna taktinn.

Stuttu síðar komst Barcelona yfir 21-20 í fyrsta skipti í leiknum og ellefu mínútur eftir. Heimamenn voru síðan sterkari á lokasprettinum og unnu nauman sigur, 28-25.

Kiril Lazarov var magnaður í liði Barcelona og gerði tíu mörk. Barcelona er í öðru sæti riðilsins með níu stig en Kolding í því neðsta með tvö stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×