Handbolti

Ekkert gekk hjá Sigurbergi og félögum í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. Vísir/EPA
Aron Rafn Eðvarðsson hafði betur á móti Sigurbergi Sveinssyni þegar lið þeirra mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Álaborg Håndbold, lið Arons Rafns vann þriggja marka útisigur á Tvis Holstebro, liði Sigurbergs, 30-37.

Tvis Holstebro var í ágætum málum þegar Sigurbergur skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Tvis Holstebro í 19-17 í upphafi seinni hálfleiksins.

Það gekk hinsvegar ekkert upp hjá Sigurbergi og félögum í lokin en Álaborgarliðið tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sex mínúturnar 3-0.

Sigurbergur klikkaði á síðustu þremur skotum sínum í leiknum og endaði með þrjú mörk úr níu skotum auk þess að hann gaf tvær stoðsendingar.

Aron Rafn Eðvarðsson sat stærsta hluta leiksins á varamannabekknum en hann kom inná til að verja tvö víti og varði annað þeirra.

Álaborg Håndbold komst í toppsætið með þessum sigri en liðið hefur unnið sjö af níu leikjum tímabilsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×