Handbolti

Örn Ingi fagnaði sigri í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Örn Ingi Bjarkason.
Örn Ingi Bjarkason. Vísir/Stefán
Örn Ingi Bjarkason og félagar í Hammarby unnu góðan útisigur í Íslendingaslag á móti Ricoh í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Hammarby IF HF vann Ricoh HK á endanum með sjö marka mun, 24-17, en Ricoh hefur enn ekk fengið stig á tímabilinu.

Örn Ingi Bjarkason átti ágætan leik í kvöld en hann skoraði 5 mörk úr 11 skotum fyrir Hammarby í leiknum. Örn Ingi var markahæsti leikmaður Hammarby í leiknum.

Örn Ingi og félagar hafa spilað vel að undanförnu og hafa nú náð í 7 af 8 mögulegum stigum út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Tandri Már Konráðsson og Magnús Óli Magnússon komust báðir á blað hjá Ricoh í leiknum. Tandri skoraði 2 mörk úr 5 skotum og Magnús Óli var með 1 mörk úr 3 skotum en Magnús gaf einnig tvær stoðsendingar.

Örn Ingi skoraði eitt af mörkunum þegar Hammarby komst í 7-1 í byrjun leiks en Hammarby var síðan 12-8 yfir í hálfleik.

Örn Ingi skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og Hammarby-liðið hélt áfram góðum tökum á leiknum. Sigur liðsins var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum þar sem Örn Ingi skoraði þrjú af fimm mörkum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×