Fótbolti

Messi ekki einn af tíu verðmætustu íþróttamönnum heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims en þrátt fyrir það er hann ekki lengur einn af tíu verðmætustu íþróttamönnum heims.

Það er tímaritið Forbes sem verðleggur íþróttamennina og Messi, sem var í níunda sæti á síðasta ári, fellur út af topp tíu listanum þar sem tekjur hans féllu nokkuð milli ára.

Þó svo Tiger Woods geti ekki lengur neitt er hann samt verðmætasti íþróttamaður heims þó svo tekjur hans hafi lækkað um 6 milljónir dollara milli ára.

Níu íþróttamenn á topp tíu listanum eru vel þekktir en MS Doni stingur aðeins í stúf. Hann er fyrirliði krikket-landsliðs Indlands og afar vinsæll.

10 verðmætustu íþróttamenn heims að mati Forbes:

1. Tiger Woods

2. Phil Mickelson

3. LeBron James & Roger Federer

5. MS Doni

6. Usain Bolt & Kevin Durant.

8. Cristiano Ronaldo

9. Rory McIlroy

10. Floyd Mayweather

10 verðmætustu íþróttafélög heims að mati Forbes:

1. NY Yankees

2. LA Lakers

3. Dallas Cowboys

4. New England Patriots

5. Real Madrid

6. Man. Utd

7. Barcelona

8. Bayern München

9. LA Dodgers

10. NY Knicks




Fleiri fréttir

Sjá meira


×