Erlent

Hundruð þúsunda taka þátt í minningarathöfn um fórnarlömbin í Tröllhattan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kertum og blómvöndum hefur verið komið fyrir við skólann í Trölhattan til minningar um fórnarlömbin.
Kertum og blómvöndum hefur verið komið fyrir við skólann í Trölhattan til minningar um fórnarlömbin. Vísir/EPA
Rúmlega 200.000 manns hafa boðað þáttöku sína í einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásinnar í barnaskóla í Trölhattan í Svíðþjóð í gær.

Minningarathöfnin mun fara fram um alla Svíþjóð á sunnudaginn og þegar þetta er ritað hafa 202.925 manns skráð sig til þáttöku. Í lýsingu á viðburðinum segir að „harmleikur hafi átt sér stað í Svíþjóð. Hugur okkur er hjá fórnarlömbum árásinnar í Tröllhatan. Þessvegna munum við halda einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin. Þannig sýnum við samhug í verki.“

Tveir létust og tveir særðust þegar 21 árs gamall maður, með grímu og hjálm á höfði, lét til skarar skríða. Var hann vopnaður sverði. Er talið að maðurinn hafi verið drifinn áfram af kynþáttahatri en hann á að haft mikinn á Hitler og nasisma. Sænskir miðlar telja líklegt að skólinn í Trölhattan hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hann er á svæði þar sem búa margir innflytjendur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×