Erlent

Leystu sjötíu gísla úr haldi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gíslana átti að taka af lífi.
Gíslana átti að taka af lífi. vísir/epa
Bandarískar og írakskar hersveitir leystu í dag sjötíu gísla, sem taka átti af lífi, úr haldi hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki. Fjölmargir vígamenn féllu í aðgerðinni og fimm voru handteknir. BBC greinir frá.

Hersveitirnar vörpuðu sprengjum á svæðið og notuðu í kjölfarið tvær þyrlur til að koma hermönnum niður á jörðina. Einn bandarískur hermaður lét lífið en það er fyrsti bandaríski hermaðurinn sem fallið hefur frá því að bandarískar hersveitir yfirgáfu Írak árið 2011.

Árásin var gerð á fangelsi í bænum Hawija í norðurhluta Íraks, samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Tuttugu íraskir öryggissveitarmenn voru á meðal þeirra sem látnir voru lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×