Reyndi að fá Sigmund til að tjá sig með því að þegja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2015 19:16 Störukeppni á Alþingi. vísir/friðrik þór Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, starði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fimmtán sekúndur á Alþingi í dag, í þeirri von að ráðherrann myndi tjá sig um afnám verðtryggingar. Þingmaðurinn hafði þó ekki erindi sem erfiði og uppskar þess í stað hlátur Sigmundar og annarra þingmanna. Björn fór fram á að Sigmundur útskýrði fyrir þingheimi hvort afnám verðtryggingar ætti heima á hans borði eða hjá fjármálaráðherra. „Þannig að ég get kannski hinkrað hér aðeins þangað til hann biður um orðið,“ sagði Björn og þagði svo næstu sekúndurnar. Umræðan var rúmlega klukkustundar löng þar sem rædd var dagskrárbreytingartillaga stjórnarandstöðunnar sem vildi fá sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingar. Stjórnarliðar felldu tillöguna. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði með ólíkindum að formenn flokkanna skyldu leggja fram slíka tillögu. Fundað hafi verið um dagskrá þingsins á mánudag og að þá hafi engar athugasemdir borist. . „Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna?“ sagði Vigdís.Haldi þinginu gíslingu Sigmundur sagði það sérkennilega stöðu að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu gíslingu á annan klukkutíma, þar sem hún heimtaði svör við spurningum um verðtrygginguna. „Og á meðan var ekki hægt að svara spurningum þingmanna. Nú þegar Árni Páll Árnason fær tækifæri til að spyrja spurninga þá hefur hann engan áhuga á að spyrja um verðtryggingu. Hann spyr í staðinn um mál sem hann hefur spurt um áður og hefur fengið svör við áður, mál sem hann hafði misst af þegar svarað var sömu spurningu frá öðrum þingmönnum, meðal annars varaformanni Samfylkingarinnar,“ sagði Sigmundur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram beiðni um slíka umræðu í febrúar, aftur í haust og ítrekaði hana í gær. Þá hefur stjórnarandstaðan ítrekað krafist þess að fjallað yrði um þessi mál. Sigmundur svaraði gagnrýni þingmannanna á Facebook á dögunum, og sagði það orðinn fastan lið að „byrja daginn á vænum skammti af bulli“. Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það nýja tegund af málþófi að þegja í ræðustól. Nú nýlega þagði Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata, í ræðustól í tæpar tvær mínútur. Tengdar fréttir Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ 14. október 2015 07:38 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, starði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fimmtán sekúndur á Alþingi í dag, í þeirri von að ráðherrann myndi tjá sig um afnám verðtryggingar. Þingmaðurinn hafði þó ekki erindi sem erfiði og uppskar þess í stað hlátur Sigmundar og annarra þingmanna. Björn fór fram á að Sigmundur útskýrði fyrir þingheimi hvort afnám verðtryggingar ætti heima á hans borði eða hjá fjármálaráðherra. „Þannig að ég get kannski hinkrað hér aðeins þangað til hann biður um orðið,“ sagði Björn og þagði svo næstu sekúndurnar. Umræðan var rúmlega klukkustundar löng þar sem rædd var dagskrárbreytingartillaga stjórnarandstöðunnar sem vildi fá sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingar. Stjórnarliðar felldu tillöguna. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði með ólíkindum að formenn flokkanna skyldu leggja fram slíka tillögu. Fundað hafi verið um dagskrá þingsins á mánudag og að þá hafi engar athugasemdir borist. . „Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna?“ sagði Vigdís.Haldi þinginu gíslingu Sigmundur sagði það sérkennilega stöðu að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu gíslingu á annan klukkutíma, þar sem hún heimtaði svör við spurningum um verðtrygginguna. „Og á meðan var ekki hægt að svara spurningum þingmanna. Nú þegar Árni Páll Árnason fær tækifæri til að spyrja spurninga þá hefur hann engan áhuga á að spyrja um verðtryggingu. Hann spyr í staðinn um mál sem hann hefur spurt um áður og hefur fengið svör við áður, mál sem hann hafði misst af þegar svarað var sömu spurningu frá öðrum þingmönnum, meðal annars varaformanni Samfylkingarinnar,“ sagði Sigmundur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram beiðni um slíka umræðu í febrúar, aftur í haust og ítrekaði hana í gær. Þá hefur stjórnarandstaðan ítrekað krafist þess að fjallað yrði um þessi mál. Sigmundur svaraði gagnrýni þingmannanna á Facebook á dögunum, og sagði það orðinn fastan lið að „byrja daginn á vænum skammti af bulli“. Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það nýja tegund af málþófi að þegja í ræðustól. Nú nýlega þagði Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata, í ræðustól í tæpar tvær mínútur.
Tengdar fréttir Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ 14. október 2015 07:38 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ 14. október 2015 07:38