Erlent

Árásarmaðurinn lést á sjúkrahúsi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn ásamt tveimur nemendum við skólann áður en hann lét til skarar skríða.
Árásarmaðurinn ásamt tveimur nemendum við skólann áður en hann lét til skarar skríða. vísir/afp
Maðurinn sem réðst inn í skóla í bænum Trollhattann í suðvesturhluta Svíþjóðar í morgun lést á sjúkrahúsi í dag en lögregla skaut hann á vettvangi.

Maðurinn réðst grímuklæddur inn í skólann vopnaður sverði og var einn kennari við skólann látinn þegar lögreglu bar að garði. Síðar lést ellefu drengur á sjúkrahúsi.

Á myndinni hér til hliðar má sjá manninn ásamt tveimur nemendum við skólann áður en árásin átti sér stað. Eins og sést er hann klæddur í búning sem líkist Star Wars-persónunni Darth Vader en samkvæmt frétt Independent héldu nemendur og kennarar í skólanum að um snemmbúið Hrekkajavökugrín væri að ræða.

Sjá einnig: Kennari og ellefu ára drengur látnir

Árásarmaðurinn var 21 árs en árásin átti sér stað í mötuneyti skólans. Skólinn hafði verið gagnrýndur vegna öryggismála en meðal annars er mötuneytið opið almenningi alla daga en er ekki aðeins fyrir nemendur.

 

Annar nemandi úr skólanum auk kennara eru alvarlega særðir á sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×