Erlent

Sex handteknir grunaðir um að hafa hjálpað El Chapo að strjúka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sá stutti í fylgd hermanna þegar hann var handtekinn í fyrra.
Sá stutti í fylgd hermanna þegar hann var handtekinn í fyrra. Vísir/AFP
Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað fíkniefnabaróninn Joaqui "El ChapoGuzman við að sleppa úr fangelsi í júlí í sumar.

Á meðal þeirra sem eru í haldi er mágur hans og sá sem talinn er hafa skipulagt flóttann, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, en um eins og hálfs kílómetra löng göng voru grafin undir fangelsið og komu þau upp í sturtuklefa El Chapo. Hann forðaði sér svo í gegnum göngin og þaðan upp í flugvél sem beið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×