Erlent

Drónamyndband af hreinsunarstarfinu í Tianjin

Samúel Karl Ólason skrifar
Efsta lag jarðvegs hefur verið fjarlægt af stóru svæði en enn er verið að hreinsa upp eiturefni.
Efsta lag jarðvegs hefur verið fjarlægt af stóru svæði en enn er verið að hreinsa upp eiturefni.
Fyrir rúmum tveimur mánuðum urðu tvær gífurlega stórar sprengingar í hafnarborginni Tianjin í Kína. Sprengingarnar urðu í vörugeymslu þar sem mikið magn eiturefna var geymt og þar á meðal um 700 tonn af blásýru. Minnst 160 manns létu lífið í sprengingunum og fjölmargir slösuðust.

Gluggar og hurðir brotnuðu í nokkurra kílómetra fjarlægð frá sprengingunum.

Á nýju drónamyndbandi frá svæðinu má sjá hvernig hreinsunarstarfið hefur gengið en efsta lag jarðvegsins hefur verið fjarlægt. Auk þess hafa allar rústir og brak verið fjarlægt.

Flestir þeirra sem létust voru slökkviliðsmenn en nú stendur til að byggja garð á svæðinu, þegar hreinsunarstarfinu líkur að fullu.

Mun meira af eiturefnum var geymt á svæðinu en rekstraraðilar vöruskemmunnar höfðu leyfi til að geyma, eða allt að 70 sinnum meira. Fyrirtækið fékk leyfi til að meðhöndla slík efni einungis tveimur mánuðum áður.

Hér má sjá myndband sem tekið var í nærliggjandi fjölbýlishúsi degi eftir sprenginguna. Hér má svo sjá nokkur myndbönd frá sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×