Menning

Komu til Íslands í leit að álfum og tröllum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þáttagerðarmaðurinn heimsótti meðal annars Álfhól í Kópavogi.
Þáttagerðarmaðurinn heimsótti meðal annars Álfhól í Kópavogi. vísir
„Trúirðu á álfa?“ er spurning sem að flestir Íslendingar kannast við frá forvitnum útlendingum. Í þætti á sjónvarpsstöðinni BBC Earth er meðal annars álfatrú Íslendinga skoðuð en þáttagerðarkonan Melissa Hogenboom kom hingað við gerð þáttarins í leit að álfum og tröllum.

Því miður rakst hún ekki á lifandi álfa og tröll en hún hitti ýmsa menn sem fræddu hana um þjóðtrú Íslendinga og hvernig hún hefur mótað líf þjóðarinnar.

Melissa hitti til að mynda Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, Bjarna Harðarson, þjóðfræðing og bóksala og Val Lýðsson, bónda, en þeir Bjarni og Valur fóru og sýndu henni tröllkerlingu sem varð að steini þar sem hún komst ekki heim í tæka tíð eftir að sólin kom upp.

Þátturinn er tólf mínútna langur og má sjá hér.

Hér að neðan má svo hlusta á lagið Álfar með tónlistarmanninum Magnúsi Þór Sigmundssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.