Erlent

Segir leiðtoga Palestínu hafa sannfært nasista um helförina

Samúel Karl Ólason skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur valdið miklum usla í morgun. Hann sagði að þáverandi leiðtogi Palestínumanna, Haj Amin al-Husseini, hefði sannfært Adolf Hitler um að reyna að útrýma gyðingum í Evrópu.

„Hitler vildi ekki eyða gyðingum á þeim tíma, hann vildi reka þá af yfirráðasvæði sínu,“ sagði Netanyahu. Hann sagði Hitler hafa spurt al-Husseini út í hvað hann ætti að gera og að svarið hefði verið: „Brenndu þá“.

Sérfræðingar segja Netanyahu hafa rangt fyrir sér. Aðrir gagnrýnendur segja ummælunum ætlað að æsa fólk upp gegn Palestínumönnum, en spenna á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur verið gífurleg undanfarin misseri. Fjöldi fólks hefur látið lífið í árásum og mátmælum síðastliðin mánuð.

Uppfært

Al-Husseini flúði Jerúsalem árið 1937 þegar til stóð að handtaka hann. Á næstu árum fór hann til Þýskalands þar sem hann ræddi við Hitler árið 1941, en þá voru Nasistar þegar byrjaðir á „Lokalausninni“ sem fól í sér þjóðarmorð á gyðingum í Evrópum.

Netanyahu segist þó ekki hafa ætlað að draga úr ábyrgð Hitler á Helförinni með ummælum sínum.


Tengdar fréttir

Tveir látnir eftir árás á strætisvagnastöð

Ísraelskur lögreglumaður féll þegar maður, sem talinn er hafa verið Palestínuarabi, skaut af byssu og réðist að fólki með hníf á lofti á strætisvagnastöð í ísraelska bænum Beersheba í nótt. Sex slösuðust í árásinni en ódæðismaðurinn var felldur af lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×