Erlent

Bílstjóri réðst á þroskaskertan nemanda - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 61 árs gamli Robert Alan Scarbrough hefur verið handtekinn fyrir að ráðast á 15 ára dreng með þroskaskerðingu. Svarbrough er skólabílstjóri og réðst á drenginn í bílnum eftir að hann vildi ekki sitja þar sem hann átti að sitja.

Lögreglan segir USA Today að Scarbrough hafi slegið drenginn í höfuðið og hrint honum í gólfið. Á myndbandi af atvikinu má sjá drenginn slá til Scarbrough.

Þá má sjá önnur börn kalla á bílstjórann og segja honum að hætta og að hann megi ekki gera þetta. Hann reifst við börnin um stund, en keyrði svo áfram að næstu stoppistöð. Þá fóru mörg börn úr bílnum og sögðu lögregluþjóni frá atvikinu.

Börnin segja að Scarbrough, sem hefur unnið sem bílstjóri í þrjá mánuði, hafi áður öskrað á farþega bílsins. Skólinn segir þó að engin kvörtun hafi borist vegna hans. Scarbrough er nú í leyfi frá störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×