Erlent

Þriggja daga þjóðarsorg í Rúmeníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Búist er við því að fjöldi látinna muni hækka.
Búist er við því að fjöldi látinna muni hækka. Vísir/EPA
Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg í Rúmeníu. Það gerði hann eftir að 27 manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Búkarest í gær. 180 slösuðust og búist er við því að látnum muni fjölga, í einu versta slysi Rúmeníu um langt skeið.

146 eru á sjúkrahúsi og sumir þeirra í alvarlegu ástandi vegna reykeitrunar og brunasára.

Slysið átti sér stað á rokktónleikum í höfuðborg Rúmeníu þar sem flugeldar komu við sögu. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að söngvari hljómsveitarinnar, Goodbye to Gravity hafi sagt brandara varðandi eldinn, áður en hann fór úr böndunum. Eldurinn er sagður hafa breitt úr sér mjög fljótt.

Við það myndaðist mikil örtröð og tróðust einhverjir undir þegar allt að 400 ungmenni reyndu að flýta sér út af skemmtistaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×