Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. október 2015 07:00 Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com fyrir þremur vikum síðan. Þar sagði að hann hafi verið týndur í marga daga. mynd/skjáskot „Við höfum haft miklar áhyggjur í mánuð. Það er hrikalegt að fá engin svör og hafa ekki hugmynd um hvar sonur manns er niðurkominn, sérstaklega þegar hann er greindarskertur og með andlega fötlun,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára hollensks manns sem er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni, vegna gruns um að hafa smyglað um 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins síðastliðinn september. Þrír aðrir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. „Ég heyrði síðast í honum þann 28. september þegar hann hringdi í mig og sagði að hann væri kominn til Reykjavíkur. Eftir það náðist ekki í hann meir,“ segir Gea sem varð strax áhyggjufull. Maðurinn kom ekki aftur til Hollands þann 4. október eins og áætlað var. „Þá byrjuðu áhyggjur okkar af alvöru.“ Hún hringdi í lögregluna í kjölfarið og tilkynnti henni að hans væri saknað. „Það var samt einhvern veginn ekkert gert í því og engin svör að fá. Við settum okkur líka í samband við vini hans, en enginn vissi neitt,“ segir Gea. Næstu daga hélt fjölskyldan árangurslaust áfram að reyna að komast að því hvar maðurinn væri og hvort hann væri heill á húfi. „Frændi hans sá svo frétt af íslenskum fréttamiðli um að fjórir væru í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls. Þá fór okkur að gruna að hann væri einn þeirra. Áfram fengum við þó engin svör,“ segir Gea en fjölskyldan hafði samband við lögregluyfirvöld á Íslandi, sendiráð Íslands í Brussel, sendiráð Hollands í Ósló og utanríkisráðuneyti Hollands en fékk engin svör um það hvort hann væri í gæsluvarðhaldi á Íslandi. „Einu upplýsingarnar sem við fengum voru að hann hefði ekki notað miðann sem hann átti heim til Hollands.“ Um miðjan septembermánuð náði frænka mannsins loks í íslenskan lögregluþjón sem sagði henni að maðurinn væri í gæsluvarðhaldi. „Þetta var allt mjög óljóst og lögreglumaðurinn sagði að hann mætti ekki segja okkur neitt og að þetta væri leyndarmál. Það var þó léttir að vita að hann væri á lífi.“ Gea segir að óvissan hafi reynst sérstaklega erfið í ljósi andlegra veikinda sonar sínar. „Ég var svo hrædd um að hann skildi ekki réttarstöðu sína. Ég var líka hrædd um að það væri ekki útskýrt fyrir honum nægilega vel að hann mætti hafa samband við sína nánustu.“ Í vikunni komst Gea loks í samband við verjanda sonar síns á Íslandi sem kom af fjöllum við þær fréttir að hún hefði ekki verið látin vita. Hún komst í samband við hann með eigin leiðum og enn hafa yfirvöld á Íslandi og í Hollandi ekki veitt fjölskyldu mannsins neinar upplýsingar um stöðu mála.mynd/baldur kristjánsson„Hann vildi að móðir sín yrði látin vita og strax eftir handtöku var óskað eftir því að svo yrði gert. Ég beindi því til lögreglu, það er alveg klárt,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, og bætir við að það sé skýlaus réttur handtekins manns að fjölskyldu hans sé tilkynnt um hvar hann sé niðurkominn og að hann sé í haldi lögreglu. Ómar segist ekki geta tjáð sig um heilsufar skjólstæðings síns að svo stöddu. „Það á þó auðvitað að taka tillit til heilsufars fólks þegar það er úrskurðað í einangrun.“ Samkvæmt lögum á handtekinn maður rétt á að hafa samband við nánustu vandamenn sína. Sá sem ber ábyrgð á rannsókn máls hefur þó heimild til þess að fresta því ef sérstök ástæða er til að ætla að það muni torvelda rannsókn máls en veita þarf upplýsingarnar svo fljótt og kostur er. „Fjölskyldan reyndi að hafa samband en samkvæmt reglum megum við ekki gefa vandamönnum upplýsingar nema lögreglan heimili það. Við verðum að fara varlega í þessum málum. Þetta eru reglurnar og þær eru til þess að það sé ekki verið að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Bjarni Finnsson, ræðismaður Hollands á Íslandi og bætir við að ef lögregla hafi heimilað það að vandamenn fái upplýsingar um gæslu einstaklings, sendi skrifstofan upplýsingarnar til sendiráðsins í Osló sem sér um að koma þeim áleiðis. „Grundvallarreglan er líka auðvitað sú að einstaklingurinn verður að vilja að vandamenn fái upplýsingarnar.“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, segir að engin regla sé til um að ekki megi hafa þroskahamlaða í einangrun. „Ef það kemur hins vegar upp grunur hjá lögreglu um að menn sem eru í gæslu séu þroskahamlaðir þá segir í sakamálalögum að lögregla eigi að óska eftir því að viðkomandi fari í geðrannsókn eða greindarpróf. Verjandi hefur líka þau úrræði að bera undir dómara að slík rannsókn fari fram,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Lögregla telur sig á slóð höfuðpauranna Lögreglumál Fíkniefnin sem lögregla lagði hald á þann 22. september síðastliðinn í Norrænu voru 19,5 kíló af amfetamíni og 3,5 kíló af kókaíni. Gæsluvarðhald yfir tveimur Hollendingum og tveimur Íslendingum hefur verið framlengt um tvær vikur. 28. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja „Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Við höfum haft miklar áhyggjur í mánuð. Það er hrikalegt að fá engin svör og hafa ekki hugmynd um hvar sonur manns er niðurkominn, sérstaklega þegar hann er greindarskertur og með andlega fötlun,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára hollensks manns sem er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni, vegna gruns um að hafa smyglað um 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins síðastliðinn september. Þrír aðrir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. „Ég heyrði síðast í honum þann 28. september þegar hann hringdi í mig og sagði að hann væri kominn til Reykjavíkur. Eftir það náðist ekki í hann meir,“ segir Gea sem varð strax áhyggjufull. Maðurinn kom ekki aftur til Hollands þann 4. október eins og áætlað var. „Þá byrjuðu áhyggjur okkar af alvöru.“ Hún hringdi í lögregluna í kjölfarið og tilkynnti henni að hans væri saknað. „Það var samt einhvern veginn ekkert gert í því og engin svör að fá. Við settum okkur líka í samband við vini hans, en enginn vissi neitt,“ segir Gea. Næstu daga hélt fjölskyldan árangurslaust áfram að reyna að komast að því hvar maðurinn væri og hvort hann væri heill á húfi. „Frændi hans sá svo frétt af íslenskum fréttamiðli um að fjórir væru í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls. Þá fór okkur að gruna að hann væri einn þeirra. Áfram fengum við þó engin svör,“ segir Gea en fjölskyldan hafði samband við lögregluyfirvöld á Íslandi, sendiráð Íslands í Brussel, sendiráð Hollands í Ósló og utanríkisráðuneyti Hollands en fékk engin svör um það hvort hann væri í gæsluvarðhaldi á Íslandi. „Einu upplýsingarnar sem við fengum voru að hann hefði ekki notað miðann sem hann átti heim til Hollands.“ Um miðjan septembermánuð náði frænka mannsins loks í íslenskan lögregluþjón sem sagði henni að maðurinn væri í gæsluvarðhaldi. „Þetta var allt mjög óljóst og lögreglumaðurinn sagði að hann mætti ekki segja okkur neitt og að þetta væri leyndarmál. Það var þó léttir að vita að hann væri á lífi.“ Gea segir að óvissan hafi reynst sérstaklega erfið í ljósi andlegra veikinda sonar sínar. „Ég var svo hrædd um að hann skildi ekki réttarstöðu sína. Ég var líka hrædd um að það væri ekki útskýrt fyrir honum nægilega vel að hann mætti hafa samband við sína nánustu.“ Í vikunni komst Gea loks í samband við verjanda sonar síns á Íslandi sem kom af fjöllum við þær fréttir að hún hefði ekki verið látin vita. Hún komst í samband við hann með eigin leiðum og enn hafa yfirvöld á Íslandi og í Hollandi ekki veitt fjölskyldu mannsins neinar upplýsingar um stöðu mála.mynd/baldur kristjánsson„Hann vildi að móðir sín yrði látin vita og strax eftir handtöku var óskað eftir því að svo yrði gert. Ég beindi því til lögreglu, það er alveg klárt,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, og bætir við að það sé skýlaus réttur handtekins manns að fjölskyldu hans sé tilkynnt um hvar hann sé niðurkominn og að hann sé í haldi lögreglu. Ómar segist ekki geta tjáð sig um heilsufar skjólstæðings síns að svo stöddu. „Það á þó auðvitað að taka tillit til heilsufars fólks þegar það er úrskurðað í einangrun.“ Samkvæmt lögum á handtekinn maður rétt á að hafa samband við nánustu vandamenn sína. Sá sem ber ábyrgð á rannsókn máls hefur þó heimild til þess að fresta því ef sérstök ástæða er til að ætla að það muni torvelda rannsókn máls en veita þarf upplýsingarnar svo fljótt og kostur er. „Fjölskyldan reyndi að hafa samband en samkvæmt reglum megum við ekki gefa vandamönnum upplýsingar nema lögreglan heimili það. Við verðum að fara varlega í þessum málum. Þetta eru reglurnar og þær eru til þess að það sé ekki verið að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Bjarni Finnsson, ræðismaður Hollands á Íslandi og bætir við að ef lögregla hafi heimilað það að vandamenn fái upplýsingar um gæslu einstaklings, sendi skrifstofan upplýsingarnar til sendiráðsins í Osló sem sér um að koma þeim áleiðis. „Grundvallarreglan er líka auðvitað sú að einstaklingurinn verður að vilja að vandamenn fái upplýsingarnar.“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, segir að engin regla sé til um að ekki megi hafa þroskahamlaða í einangrun. „Ef það kemur hins vegar upp grunur hjá lögreglu um að menn sem eru í gæslu séu þroskahamlaðir þá segir í sakamálalögum að lögregla eigi að óska eftir því að viðkomandi fari í geðrannsókn eða greindarpróf. Verjandi hefur líka þau úrræði að bera undir dómara að slík rannsókn fari fram,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Lögregla telur sig á slóð höfuðpauranna Lögreglumál Fíkniefnin sem lögregla lagði hald á þann 22. september síðastliðinn í Norrænu voru 19,5 kíló af amfetamíni og 3,5 kíló af kókaíni. Gæsluvarðhald yfir tveimur Hollendingum og tveimur Íslendingum hefur verið framlengt um tvær vikur. 28. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja „Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Lögregla telur sig á slóð höfuðpauranna Lögreglumál Fíkniefnin sem lögregla lagði hald á þann 22. september síðastliðinn í Norrænu voru 19,5 kíló af amfetamíni og 3,5 kíló af kókaíni. Gæsluvarðhald yfir tveimur Hollendingum og tveimur Íslendingum hefur verið framlengt um tvær vikur. 28. október 2015 07:00
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja „Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. 19. október 2015 07:00