Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Telma Tómasson skrifar 9. nóvember 2015 19:34 Hollensk móðir segir meðferð á greindarskertum syni sínum í íslensku fangelsi hneyksli. Hann hafi lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. Telma Tómasson ræddi við hana fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö. Hollenski maðurinn, Angelo Uijleman, var handtekinn ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.Gea vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Hann hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. september, sem hefur verið gagnrýnt mjög þar sem hann er greindarskertur og skilur ekki aðstæður að sögn móður hans. Hún býr í bænum Wageningen í Hollandi, og vissi vikum saman ekki hvar sonurinn var niðurkominn, hvað þá að hún næði tali af honum. Símtal var loks leyft í síðustu viku, undir eftirliti lögreglu.Grét og sagðist hafa gengið í gildru „Ég fékk að tala við hann 4. nóvember eftir að við fórum fram á það sjálf,“ segir Gea Uijleman, móðir Angelos. „Okkur fannst ekki eðlilegt að móðir fengi ekki fregnir af syni sínum í 5-6 vikur. Þetta er algert hneyksli, ég gat ekki ímyndað mér að svona gæti átt sér stað.“ Samtalið varði aðeins í örfáar mínútur.Var símtalið mjög tilfinningaþrungið?„Það var svo þrungið tilfinningu að ég hugsaði: „Hvað er að gerast?““ segir Gea. „Hann var við það að bugast. Hann grét bara og grét og sagði: „Af hverju er ég innilokaður hér, ég hef gengið í gildru. Ég er hér í algerri einangrun.““Fíkniefnin komu hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.Veit ekki hver næstu skref verða Fjölskyldan vill ekki firra manninn ábyrgð, en móðir hans segir þó að honum sé ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Hún segir Angelo afar trúgjarnan og fullyrðir að hann hafi haldið að hann væri að sendast með pakka fyrir vinnuveitanda sinn, en Angelo starfaði við sendlastörf í Hollandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum og meintum samverkamönnum rennur út á morgun en Gea veit ekki hvað bíður hans í framhaldinu. „Ég veit ekki hver næstu skref eru,“ segir hún. „Ég bíð bara dag eftir dag því ég veit ekki hvað koma skal. Ég veit það í alvöru ekki.“ Hún vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni sínum lið, með stuðningi eða öðrum gjörðum. „Ég get auðvitað ekki náð tali af þessu fólki og ég veit ekki heldur um allt sem hefur gerst, en ég vil þó þakka öllum fyrir að hjálpa syni mínum.“ Tengdar fréttir Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Hollensk móðir segir meðferð á greindarskertum syni sínum í íslensku fangelsi hneyksli. Hann hafi lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. Telma Tómasson ræddi við hana fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö. Hollenski maðurinn, Angelo Uijleman, var handtekinn ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.Gea vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Hann hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. september, sem hefur verið gagnrýnt mjög þar sem hann er greindarskertur og skilur ekki aðstæður að sögn móður hans. Hún býr í bænum Wageningen í Hollandi, og vissi vikum saman ekki hvar sonurinn var niðurkominn, hvað þá að hún næði tali af honum. Símtal var loks leyft í síðustu viku, undir eftirliti lögreglu.Grét og sagðist hafa gengið í gildru „Ég fékk að tala við hann 4. nóvember eftir að við fórum fram á það sjálf,“ segir Gea Uijleman, móðir Angelos. „Okkur fannst ekki eðlilegt að móðir fengi ekki fregnir af syni sínum í 5-6 vikur. Þetta er algert hneyksli, ég gat ekki ímyndað mér að svona gæti átt sér stað.“ Samtalið varði aðeins í örfáar mínútur.Var símtalið mjög tilfinningaþrungið?„Það var svo þrungið tilfinningu að ég hugsaði: „Hvað er að gerast?““ segir Gea. „Hann var við það að bugast. Hann grét bara og grét og sagði: „Af hverju er ég innilokaður hér, ég hef gengið í gildru. Ég er hér í algerri einangrun.““Fíkniefnin komu hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.Veit ekki hver næstu skref verða Fjölskyldan vill ekki firra manninn ábyrgð, en móðir hans segir þó að honum sé ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Hún segir Angelo afar trúgjarnan og fullyrðir að hann hafi haldið að hann væri að sendast með pakka fyrir vinnuveitanda sinn, en Angelo starfaði við sendlastörf í Hollandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum og meintum samverkamönnum rennur út á morgun en Gea veit ekki hvað bíður hans í framhaldinu. „Ég veit ekki hver næstu skref eru,“ segir hún. „Ég bíð bara dag eftir dag því ég veit ekki hvað koma skal. Ég veit það í alvöru ekki.“ Hún vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni sínum lið, með stuðningi eða öðrum gjörðum. „Ég get auðvitað ekki náð tali af þessu fólki og ég veit ekki heldur um allt sem hefur gerst, en ég vil þó þakka öllum fyrir að hjálpa syni mínum.“
Tengdar fréttir Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00