Erlent

Stefnir í stórsigur Ang San Suu Kiy í Myanmar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ang San Suu Kiy er vinsæl í Myanmar.
Ang San Suu Kiy er vinsæl í Myanmar. Vísir/Getty
Það stefnir í stórsigur Lýðræðisflokks Ang San Suu Kyi í þingkosningunum í Myanmar sem fram fóru í gær. Talið er að flokkurinn muni fá allt að 70 prósent atkvæða í kosningunum.

Talning atkvæða stendur yfir en nú þegar hefur Lýðræðisflokkurinn tryggt sér fimmtán af þeim sextán sætum þar sem niðurstöður liggja fyrir en 498 þingsæti eru í boði.

Kosningar þykja hafa verið vel fram og hafa kosningaeftirlitsmenn hrósað framkvæmd kosninganna. Talið er að um 80 prósent þeirra sem eru á kjörskrá hafi greitt atkvæði í þingkosningunum sem eru sögulegar en þetta eru fyrstu þingkosningarnar þar í landi í aldarfjórðung.

Herinn tók öll völd í landinu árið 1990 þegar síðustu kosningar voru haldnar en þá vannn flokkur Ang San Suu Kyi einnig sigur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×